Nýja slökkvistöðin í byggingu vorið 2008
Nýja slökkvistöðin í byggingu vorið 2008
1 af 2

Verklegar framkvæmdir eru hafnar við lokafrágang á nýju slökkvistöðinni við Árveg 1 Selfossi.
Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum eigenda sem er Sveitarfélagið Árborg er mögulegt að hefja flutning á búnaði slökkviliðsins upp úr næstu mánaðarmótum.

Þá á öllum framkvæmdum að vera lokið innandyra, verkefnum utanhúss á síðan að ljúka fyrir haustið.
Áformað er að nota sumarið til að koma slökkviliðinu fyrir í húsnæðinu.
Vígsluathöfn gæti orðið í lok sumars.


Sala á Austurvegi 52 - slökkvistöð
Samþykkt hefur verið kauptilboð frá fyrirtækinu Melhæð sf. í Austurveg 52 og 52a (gömlu slökkvistöðina).
Melhæð sf. hefur heimilisfang að Kjóastöðum 2. í Bláskógabyggð.
Ekki er vitað hvað fyrirtækið hyggst gera við húsið.