Pétur Pétursson þriðjudagurinn 20. mars 2018

Sérfræðingar í innbrotum

Næstkomandi fimmtudag og föstudag munu Brunavarnir Árnessýslu standa fyrir leiðbeinenda námskeiði í hurðarofstækni og þá með áherslu á eldvarnahurðir. 

Þær aðstæður koma reglulega upp að viðbragðsaðilar þurfi að komast inn um hurðir í mikilli flýti og skiptir þá máli að vinnubrögð séu rétt og skilvirk. 

Brunavarnir Árnessýslu hafa fengið til sín tvo leiðbeinendur frá slökkviliðinu í Bergen sem sérhæfðir eru í þessum vinnubrögðum. Munu þeir miðla sinni visku og reynslu til námskeiðsmanna og undirbúa þá til þess að kenna þetta verklag. 

Brunavarnir Árnessýslu hafa um nokkurt skeið verið að undirbúa námskeiðið og hafa meðal annars smíðað fjölnota gámafleti þar sem hægt er að æfa þetta verklega sem og margt annað er tengist störfum slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Eyjólf Óla Jónsson, varðstjóra BÁ á Laugarvatni (aðalhönnuð og yfirsmið gámafletisins), og Smára Birni Smárason, slökkviliðsmann og eiganda SB skilta, velta fyrir sér öryggismerkingum á gámafletinu.