Í gær fóru sex menn frá Brunavörnum Árnessýslu í Körfubílapróf, bætast þeir þar með í hóp hæfra körfubílamanna.
Körfubíllinn er eitt af mörgum mikilvægum tækjum slökkviliða, fyrst og fremst lífbjörgunartæki ef fólk hefur ekki komist út úr húsi á mörgum hæðum en einnig notaður til vinnu á þökum í eldum, þá geta slökkviliðsmenn unnið tryggt út frá körfubílnum til að rjúfa þök og hleypa reyk (brunagasi) út, er það einn mörgum þáttum í slökkvistarfi í byggingum ásamt því að kæla með vatni. Körfubíllinn er einnig búinn mónitor sem getur sprautað ca 2000 lítrum af vatni á mínútu.
Körfubíllinn er stórt tæki og því nýtist hann í umferðarslysum til að skýla björgunarmönnum á vettvangi og getur aðstoðað lögregluna til að ná myndum af vettvangi ofan frá. Körfubíllinn eins og svo mörg af tækjum slökkviliða nýtist til margra þátta í björgunarstörfum.