miðvikudagurinn 30. október 2013

Síðasti Beddinn farinn

Hér eru slökkviliðsmenn BÁ að afhenda Bedfordinn til forstöðumanns Slökkvitækjasafnsins í Reykjanesbæ.
Hér eru slökkviliðsmenn BÁ að afhenda Bedfordinn til forstöðumanns Slökkvitækjasafnsins í Reykjanesbæ.

Nú á dögunum fóru slökkviliðsmenn BÁ með síðasta Bedford slökkvibílinn út úr sýslunni, þ.e.a.s. Bedford slökkvibíl á vegum slökkviliðs. Um er að ræða Bedford sem lengst  var í notkun hjá Slökkviliði Hrunamannahrepps, bíl sem var í slökkvistöðinni á Flúðum.

Nú er bíllinn kominn í Slökkvisafnið í Reykjanesbæ.

Nokkrir Bedford slökkvibílar komu í Árnessýslu þegar eitt mesta átak í tækjavæðingu slökkviliða fór fram á arunum 1971-1975. Sveitarfélögin í samvinnu með Brunamálastofnun  fluttu inn u.þ.b. 63 bíla frá Bretlandi.
Þau slökkvilið í Árnessýslu sem státuðu af Bedford á sínum tíma voru: Slökkvilið- Flúða, Bláskógabyggðar, Laugarvatns, Stokkseyrar og Eyrabakka.

Þessir bílar voru framleiddir fyrir herinn en þóttu henta ágætlega í hefðbundnu slökkvistarfi. Stýri bílsins er hægra megin þar sem bretarnir  aka vinstra megin á götunni. Gerðu það þá og gera enn.

Einn bíll af þessari gerð er staðsettur á byggða- og samgöngusafninu að Skógum undir Eyjafjöllum.