mánudagurinn 13. október 2014

Símafundir Almannavarna

Á þessum fundum er farið yfir stöðuna varðandi eldgosið, spáð í gasdreyfingu og allar breytingar á mælingum krufnar.
Vísindamenn af ýmsum toga eru í fundarherbergi í Reykjavík og fræða símafundarfólk um stöðuna.
Almannavarnarfólk í Árnessýslu mætir á þessa fundi sem eru afar gagnlegir.
Allt er þetta gert til að gera viðbragðsaðila í landinu betur undir það búna að bregðast við ef einhverjar breytingar verða á gosinu sem huga þarf að meir en nú er gert.