mánudagurinn 25. mars 2013

Sina við Alviðru

Nokkur vindur var á svæðinu sem hefði getað orsakað frekari útbreyðslu ef ekki hefði verið slökkt strax.
Nokkur vindur var á svæðinu sem hefði getað orsakað frekari útbreyðslu ef ekki hefði verið slökkt strax.
1 af 3

Í morgun (25.3.2013) kl. 7.00 kom tilkynning frá neyðarlínunni þess efnis að það logaði sina við vegkantinn við fræðslusetrið í Alviðru. Alviðra er norðanmegin við Sogið, rétt við Þrastarlund í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Slökkviliðið brást hratt við og náði að slökkva sinuna á stuttum tíma. Um var að ræða svæði þar sem gæludýraeigendum er gefin kostur á að jarðsetja dýrin sín að lokinni jarðvist þeirra.
Að öllum líkindum hefur eldur kviknað vegna kertaskreytingar við eitt leiðið.

 

Ástæða er að fara sérstaklega varlega með eld í náttúrunni þessa daga þar sem mjög þurrviðrasamt er.

 

Ljósmyndir: Grétar Árnason, varðstjóri BÁ.