Sinueldur kom upp við sumarhús í landi Efri-sýrlæks í Flóahrepp rétt fyrir klukkan tvö á sunnudag. Þarna hafði fólk verið að brenna rusli með þeim afleiðingum að eldur barst í sinu. Kjör aðstæður voru fyrir eldinn að ná sér á strik, bæði vindur og þurrt.
Um það bil fjórir hektarar brunnu í kringum húsið en mildi þykir að ekki skildi kvikna í sumarhúsinu er þarna stendur.
Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi og Hveragerði fóru á vettvang og réðu niðurlögum eldsins í samstarfi við bóndann í Ferjunesi en hann kom á staðinn með haugsugu sem réð úrslitum um hversu vel gekk að slökkva.
Þórir Tryggvason einn af varðstjórum BÁ flaug yfir svæðið seinna um daginn og tók meðfylgjandi loftmynd.