föstudagurinn 7. janúar 2011

Sinueldur í Grímsnesinu.

Baráttan við sinueldinn
Baráttan við sinueldinn
1 af 3
Kl. 21.00 í gærkvöldi (6.1.2011) komu boð frá Neyðarlínu þess efnis að sina logaði við sumarhús í landi Syðri Brúar í Grímsnesi.  (Rétt við virkjanirnar við Sog) Eldur væri töluverður og breyddist hratt út. Sumarhús hugsanlega í hættu.
Frost allt að -11° var á staðnum og vindur u.þ.b. 20 metrar. Húsráðendur sumarhússins voru með gleðskap og skutu upp flugeldum með fyrgreindum afleiðingum. (Nokkuð sem fólk ætti EKKI að gera við þessar aðstæður) Allt liðið á Selfossi var kallað út sem fóru á staðinn á sex bílum.  Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eldinn en mönnum varð verulega kalt í veðurhamnum.
Frágangi var lokið á slökkvistöð um miðnætti.
Útkall þetta má eingöngu skrifa á óvarkárni og lélegs mats flugeldaskotmanna á aðstæðum.
Myndir: Guðmundur Karl Sigurdórsson