sunnudagurinn 18. apríl 2010

Sinueldur við Litla Hraun

Svona tröll var fengið frá Eyði Sandvík í sinuna á Eyrarbakka.
Svona tröll var fengið frá Eyði Sandvík í sinuna á Eyrarbakka.
Um kl. 13.30 kom útkall frá Neyðarlínu þar sem tilkynnt var að mikil sina logaði austan við Litla Hraun á Eyrarbakka.
Allt tiltækt lið frá Selfossi-Stokkseyri og Þorlákshöfn fór á staðinn ásamt því að fengnar voru tvær haugsugur ásamt traktorum til að fara yfir svæðið.
Slökkvistarfi var lokið um kl. 15.10.
Um var að ræða nokkuð stórt svæði.
Hugsanleg orsök eldsins er að álft virðist hafa flogið á háspennustreng sem slitnaði og féll til jarðar. Við það virðist hafa myndast neistaflug sem kveikti í sinunni.
Álftin er flogin á vit ferðar sinna.
Starfsmenn RARIK komu á staðinn og aftengdu strenginn áður en slökkvistarf hófst.