mánudagurinn 7. júlí 2014

Skeifubruninn - Samstarf slökkviliða.

Skeifubruninn. Mynd af Vísi, ljósmindari Gísli Berg.
Skeifubruninn. Mynd af Vísi, ljósmindari Gísli Berg.

Klukkan 21.30 í gærkvöldi hringdi slökkviliðsmaður frá Aðgerðastjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis og bað um að Brunavarnir Árnessýslu sendu fullmannaðan dælubíl til Reykjavíkur vegna brunans í húsunum í Skeifunni.
Bíll frá slökkvistöðinni í Hveragerði var mannaður og rúmum hálftíma síðar var hann kominn á brunastað.
Dælubíll frá Selfossi var settur á stöðina í Hveragerði á meðan aðgerðir stóðu yfir.
Fleiri slökkvilið sendu bíla og mannskap til Reykjavíkur, þ.á.m. Slökkvilið Suðurnesja