miðvikudagurinn 24. október 2012

Skemmtileg heimsókn

Rannsóknarblaðamennirnir, f.v. Arnar Svan Ævarsson, Aron Örn Óskarsson og Bjarki Birgisson
Rannsóknarblaðamennirnir, f.v. Arnar Svan Ævarsson, Aron Örn Óskarsson og Bjarki Birgisson
Alltaf öðru hvoru koma skemmtilegir gestir á slökkvistöðina á Selfossi.
Í morgun komu þrír kátir og áhugasamir strákar sem stunda nám í 5. bekk Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Strákarnir höfðu það verkefni að fræðast um slökkviliðið og svolítið um slökkviliðsstjórann.
Upplýsingarnar eiga að fara í verkefni sem verið er að vinna að í skólanum.
Þeir spurðu um tæki og tól, vinnu slökkviliðsmanna og hver uppáhaldsmatur slökkviliðsstjórans væri. 
Að lokinni "yfirheyrslu" var farið um stöðina og starfsemin skoðuð.
Góð heimsókn og skemmtileg "blaðamannana" úr 5. bekk SS og GSK í Sunnulækjarskóla.