Frístundaklúbburinn Selurinn kom í skemmtilega heimsókn á slökkvistöðina á Selfossi seinnipartinn í gær til þess að kynna sér starfsemi Brunavarna Árnessýslu. 

Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri tók á móti þessum skemmtilega hóp og leiddi þau í allan sannleikann um starfsemina á líflegan hátt. Þeir sem vildu fengu að prófa búnað slökkviliðsins og höfðu svo sannarlega gaman að.