Brunavarnir Árnessýslu fengu ansi hreint skemmtilega heimsókn frá Danmörku í dag en um var að ræða tólf hressar konur í óvissuferð. Ferðina skipulagði og stjórnaði heilsuræktar mógúllinn Birgir Konráðsson betur þekktur sem Biggi í Bootcamp. 

Dömurnar fengu skemmtilegt verkefni til að leysa en það var að spila "fótbolta" með vatni. Einungis tvær reglur voru í gildi í keppninni en þær voru að ekki mátti snerta boltann með höndum og ekki mátti snerta hann með fótum. Mjög svo fagleg og ýtarleg teikning var síðan lögð til grundvallar fyrir slöngulagnirnar sem þær þurftu að leggja út sjálfar. 

Skemmtileg keppni sem sem endaði auðvitað með sigri annars liðsins án teljandi meiðsla þrátt fyrir ríkjandi keppnisskap allra aðila.