mánudagurinn 9. apríl 2018

Skyndihjálp

1 af 3

Skyndihjálp

Nýliðar Brunavarna Árnessýslu hafa fengið fjölbreytta kennslu í vetur. Eitt af því sem slökkviliðsmenn þurfa að standa klárir á er skyndihjálp og í lok mars fengu nýliðararnir kennslu í skyndihjálp. Viðar Arason, sjúkraflutningamaður hjá HSU og slökkviliðsmaður hjá BÁ, hélt fyrirlestur fyrir nýliðana um grunnatriði í skyndihjálp, þ.e.a.s. fyrstu viðbrögð við lífbjörgun, stöðvun blæðinga, brunasár og endurlífgun.

Einnig fengu nemendurnir kynningu á sjúkrabílnum og búnaði hans. Á vettvangi vinna sjúkraflutningar, slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir saman og því er gott að allir aðilar þekki til búnaðar og tækja hvers annars.