fimmtudagurinn 22. september 2011

Slæmur árekstur í Kömbum

Mildi þykir að ekki fór verr
Mildi þykir að ekki fór verr
1 af 3
Mög harður árekstur varð í Kömbunum (við Hveragerði) í gærkvöldi 21.9.2011 þegar tveir fólksbílar rákust á rétt við útsýnispallinn efst í Kömbunum.
Svo virðist sem ungur bílstjóri hafi fipast illilega þegar hann kom á bíl sínum að kyrrstæðum bíl sem ökumaður hans hugðist aka inná útsýnispallinn. Báðir þessir bílar voru á leið upp brekkuna.
Í stað þess að sveigja til hægri og fara fram úr kyrrstæða bílnum þeim megin, tók ungi ökumaðurinn ákvörðun að freista þess að ná inná útsýnispallinn áður en bíll sem kom niður brekkuna kæmi að innkeyrslunni. Þetta tókst ekki og skullu bílarnir saman, sá sem kom niður og bíll unga mannsins.
Einn var í bílnum sem kom niður, en fimm voru í hinum.
Töluverð meiðsli urðu á fólki, alvarlegust meiðsl urðu á ökumanni bílsins sem kom niður brekkuna.
Lögregla, sjúkrabílar úr Árnessýslu og Reykjavík komu á staðin ásamt slökkviliðsmönnum frá slökkvistöðinni í Hveragerði.
Beita varð klippum.
Myndir: Þórir Tryggvason