fimmtudagurinn 16. júní 2011

Slökkvilið Hveragerðis gekk til liðs við BÁ

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis og Eyþór Arnalds, form.BÁ handsala samninginn
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis og Eyþór Arnalds, form.BÁ handsala samninginn
1 af 7
Slökkviliðsmenn í Hveragerði eru frá og með 14. júní s.l. slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu. Sveitarstjórnarmenn skrifuðu undir sameiningu „Samþykktir" slökkviliðsins í slökkvistöðinni í Hveragerði þann dag að undangenginni vinnu við ýmis skrifleg atriði sem þarf að vinna hverju sinni.
 Í kjölfarið fer samningurinn fyrir sveitarstjórnir til fullnaðar afgreiðslu. Það er hinn formlegi þáttur vinnunnar en fulltrúar viðkomandi sveitarfélaga hafa allir samþykkt gjörninginn.

Slökkviliðsmenn BÁ eru nú u.þ.b. 100 talsins í sjö einingum (slökkvistöðvum) um alla sýslu, en þær eru á Selfossi, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Hveragerði, Laugarvatni, Reykholti og í Árnesi.
Slökkviliðið er mjög vel tækjum búið, t.d. eru nýir bílar á öllum stöðvunum nema á Stokkseyri.
Allir bílarnir eru keyptir hjá Eldvarnamiðstöðinni og eru af Renault gerð nema nýi bíllinn í Hveragerði sem er af Man gerð.

 

VIÐ BJÓÐUM SLÖKKVILIÐSMENN Í HVERAGERÐI VELKOMNA TIL SAMSTARFS.