Slökkviliðsmenn í Hveragerði eru frá og með 14. júní s.l. slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu. Sveitarstjórnarmenn skrifuðu undir sameiningu „Samþykktir" slökkviliðsins í slökkvistöðinni í Hveragerði þann dag að undangenginni vinnu við ýmis skrifleg atriði sem þarf að vinna hverju sinni.
Í kjölfarið fer samningurinn fyrir sveitarstjórnir til fullnaðar afgreiðslu. Það er hinn formlegi þáttur vinnunnar en fulltrúar viðkomandi sveitarfélaga hafa allir samþykkt gjörninginn.
Í kjölfarið fer samningurinn fyrir sveitarstjórnir til fullnaðar afgreiðslu. Það er hinn formlegi þáttur vinnunnar en fulltrúar viðkomandi sveitarfélaga hafa allir samþykkt gjörninginn.
Slökkviliðsmenn BÁ eru nú u.þ.b. 100 talsins í sjö einingum (slökkvistöðvum) um alla sýslu, en þær eru á Selfossi, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Hveragerði, Laugarvatni, Reykholti og í Árnesi.
Slökkviliðið er mjög vel tækjum búið, t.d. eru nýir bílar á öllum stöðvunum nema á Stokkseyri.
Allir bílarnir eru keyptir hjá Eldvarnamiðstöðinni og eru af Renault gerð nema nýi bíllinn í Hveragerði sem er af Man gerð.
VIÐ BJÓÐUM SLÖKKVILIÐSMENN Í HVERAGERÐI VELKOMNA TIL SAMSTARFS.