1 af 4

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði komu saman í gærkvöldi til að skerpa á kunnáttu sinni í notkun körfubíls til slökkvistarfa. Einnig var tekin fyrir vatnsöflun, millidæling vatns og að lokum var dælubíllinn á stöðinni tekin í nefið þar sem hver og einn hlutur á bílnum var yfirfarin samkvæmt talningarblaði.

Velheppnuð og skemmtileg æfing að baki í Hveragerði í frábærum félagsskap :)