
Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Árnessýslu stundar nú nám á vegum Sjúkraflutningsskólans.
Einn slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Árnessýslu stundar nú nám á vegum Sjúkraflutningsskólans. Bjarni Ingimarsson, varðstjóri, hefur undanfarnar vikur stundað þetta nám í fjarkennslu og með því að sækja verklega kennslu til Reykjavíkur.
Bjarni segir að hann hafi mjög mikið gagn og ekki síst gaman að því að stunda þetta nám, hann taldi fjarkennslufyrirkomulagið gott en það þýddi ekkert annað en fylgjast vel með svo kennarinn færi ekki framúr nemandanum.
Við óskum Bjarna verfarnaðar á lokaprófinu.
Mögulegt er að skoða allt um skólann á heimasíðu hans, http://www.ems.is/
Sjúkraflutningaskólinn
Þann 26. nóvember 2002 var undirritaður samningur milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um rekstur FSA á sjúkraflutningaskóla. Í samningnum felst að FSA tekur að sér að sjá um skipulag og umsjón náms fyrir sjúkraflutningamenn.
Frá 1996 og fram til loka árs 2001 var rekstur skólans í höndum Rauða kross Íslands (RKÍ). Með tilkomu skólans hjá RKÍ varð breyting á því skipulagi er áður ríkti um menntunarmál sjúkraflutningamanna og lagður var fastari grunnur að áframhaldandi og markvissari menntun þeirra sem starfa að aðhlynningu sjúkra og slasaðra utan sjúkrahúsa.
Eitt helsta hlutverk Sjúkraflutningaskólans er að hafa umsjón með, viðhalda og efla menntun sjúkraflutningamanna á landinu öllu. Sjúkraflutningaskólinn mun hafa umsjón með námskeiðum fyrir sjúkraflutningamenn og aðra þá er tengjast sjúkraflutningum. Lögð verður áhersla á að vera í samvinnu við þá aðila sem hafa náin afskipti af málefnum sjúkraflutninga á Íslandi og leggja rækt við þá leiðbeinendur sem starfa við skólann. Leiðbeinendur eru m.a. sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar sem hafa reynslu og þekkingu á sviði bráðameðferðar og kennslu
Allar > 05.11.2008 08:14 - Sjúkraflutningaskólinn - 97 Lestrar - 0 Umræður
Verkleg helgi EMTB-17
Síðastliðna helgi var fyrsta verklega helgi á EMTB-17 námskeiðinu sem nú er í gangi. Tólf nemendur mættu á föstudeginum 31. október á slökkvistöðina í Tunguhálsi Reykjavík og sex nemendur á slökkvistöðina á Akureyri. Verkleg kennsla fór síðan fram föstudagskvöld, laugardaginn og lauk með námskeiði í sérhæfðri endurlífgun I á sunnudeginum.
Námskeið
Skráningartími liðinn
|
Grunnnámskeið í sjúkraflutningum (EMT-B(17)) |
||
|
|||
Umsjónarmaður: |
Hlynur Höskuldsson og Jón Knutsen |
Tengiliður: |
Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir |
Tímabil: |
07/10/2008 - 07/12/2008 |
Sími: |
4630100 |
Skráningu lýkur: |
02/09/2008 |
Netfang: |
hlilja@nett.is |
Verð: |
165000 kr. |
||
Lengd í klst.: |
128 klst. |
||
Lágmarksfjöldi: |
12 manns |
||
|
|||
Staðsetning: |
Um er að ræða grunnnámskeið í sjúkraflutningum (EMT-B17) sem fer fram með notkun streymis (streaming = í gegnum internetið). Kennsla fer fram tvisvar í viku á tímabilinu 7. október - 7. desember 2008.
|
||
|
|||
Markmið: |
Að nemendur verði færir um að tryggja öryggi á vettvangi og meta ástand sjúklings. Þeir þurfa einnig að geta meðhöndlað og flutt sjúkling(a) á viðeigandi hátt.
|
||
|
|||
Viðfangsefni: |
Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum EMT staðli (Emergency Medical Technician) og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Í fyrirlestrunum er m.a. fjallað um starf sjúkraflutningamanna, öryggi, sóttvarnir og heilsuvernd. Líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, almenna flutningstækni, skráningu og skýrslugerð, fæðingarhjálp, meðhöndlun sára og áverka svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fá einnig viðeigandi verklega þjálfun í ofangreindum kennsluþáttum. Nemendur þurfa að ljúka 16 klukkustunda starfsþjálfun hjá viðurkenndum rekstraraðila í sjúkraflutningum sem uppfylla kröfur um starfsþjálfun.
|
||
|
|||
Inntökuskilyrði: |
Umsækjandi skal hafa lokið 60 eininga námi í framhaldsskóla eða sambærilegu námi og hafa innan við tveggja ára gamalt skírteini í skyndihjálp, að lágmarki 8 kennslustundir. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið leigubílahluta meiraprófs (en slíkt er nauðsynlegt til að geta starfað sem sjúkraflutningamaður). Námskeiðið er öllum opið en forgang hafa þeir sem starfa við sjúkraflutninga hjá viðurkenndum rekstraraðila.
|
||
|
|||
Námsmat: |
Grunnnámskeiðinu lýkur með prófi, bæði bóklegu og verklegu. Krafist er 75% árangurs í skriflegu prófi og nemendur skulu standast verkleg próf. Farið er fram á skyldumætingu í fyrirlestra og verklegar æfingar. Að prófi loknu geta þátttakendur sótt um löggildingu sem sjúkraflutningamenn. Athugið að til þess að starfa sem sjúkraflutningamaður þar viðkomandi að hafa fengið löggildingu sem sjúkraflutningamaður og vera með gilt meirapróf.
|
||
|
|||
Námsefni: |
Athugið að kennslubækur eru ekki innifaldar í námskeiðsverði. |
||
|
|||
Skráningartími: |
Skráningu lýkur mánudaginn 1. september 2008 Sjúkraflutningaskólinn / FSA
|
||
|
|||
Annað: |
Athugið að ekki er hægt að fella niður greiðsluseðil eftir að nám er hafið. Ef tilkynnt er um forföll innan tveggja vikna áður en að námið hefst fellur til 6.000 króna umsýslukostnaður.
|