Brunavarnir Árnessýslu héldu æfingu í gærkvöldi á Flúðum. Á æfingunni voru menn frá Flúðum, Reykholti, Laugarvatni, Selfossi og Hveragerði. Menn einbeittu sér að meðferð reykköfunartækja (öndunarvarna), notkun þeirra, þrifum, frágangi á þeim og fjarskiptum. Æfingin var liður í æfingaseríu sem keyrð er í októbermánuði hjá Brunavörnum Árnessýslu þar sem áhersla er lögð á þennan búnað á öllum starfsstöðvum BÁ.

Virkilega gagnlegt þegar að slökkviliðsmenn víða úr sýslunni okkar koma  saman til þess að samræma vinnubrögð sín í björgunarmálum :)