Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni heimsóttu krakkana í grunn- og leikskólanum á Laugarvatni síðastliðin miðvikudag. Krakkarnir fengu fræðslu um slökkvilið og slökkviliðsmenn auk þess sem þau fengu að skoða búnað slökkviliðsins. Krakkarnir voru auk þessa frædd um notkun slökkvitækja og eldvarnateppis og fengu þau sem vildu að prófa að slökkva undir handleiðslu slökkviliðsmanna.

Slökkviliðsmennirnir komu brosandi út að eyrum aftur á slökkvistöðina eftir þessa skemmtilegu heimsókn :)