Slökkviliðsmenn BÁ frá Þorlákshöfn, Selfossi og Hveragerði æfðu björgun úr eitruðum lofttegundum í Hellisheiðarvirkjun síðastliðin laugardag. 

Æfingin var keyrð sem útkallsæfing þar sem leitað var að týndum manni í ótryggu umhverfi. Sama æfing var keyrð í tvígang svo draga mætti góðan lærdóm af því sem betur má fara. 

Að vanda tóku starfsmenn ON fullan þátt í æfingunni og gerðu hana þar með bæði líflegri og raunverulegri fyrir slökkviliðsmenn Brunavarn Árnessýslu.