1 af 3

Vorhátíð var haldin á leikskólanum Hulduheimum í blíðskaparverðri síðastliðin fimmtudag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu heimsóttu börnin í tilefni dagsins og sýndu þeim einn af slökkvibílum liðsins og þann búnað sem í slíku tæki er. Krakkarnir fengu einnig að sprauta vatni úr brunaslöngum slökkvibílsins og vakti það mikla kátínu.