Mikið húllumhæ var á leiksólanum Álfeimum á Selfossi í dag föstudaginn 5.júní. Börn foreldrar og starfsfólk áttu góðar stundir saman á vorhátíð skólans. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu heimsóttu krakkana og kynntu fyrir þeim einn af stórum slökkvibílum þess auk þess sem krakkarnir fengu að sprauta vatni úr brunaslöngum bílsins.

Á hátíðinni voru einnig  menn og tæki frá sjúkraflutningum HSU sem og Lögreglunni á Suðurlandi.

Samstarf allra þessara viðbragðsaðila er með ágætum og virkilega gott og gaman þegar tækifæri skapast til þess að koma þeim öllum saman við jákvæða viðburði af þessu tagi.