þriðjudagurinn 27. febrúar 2018

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í námi

1 af 3

Fimm menn frá Brunavörnum Árnessýslu eru að klára sína aðra viku í Atvinnunámi slökkviliðsmanna á vegum Mannvirkjastofnunar.

Námið er keyrt í Reykjavík og að því koma ásamt Brunavörnum Árnessýslu, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins sem heldur utanum námið, Slökkvilið Akureyrar, Brunavarnir Suðurnesja, Slökkvilið Fjarðarbyggðar og slökkvilið Borgarbyggðar.

Flest slökkviliðin leggja til leiðbeinendur og var Lárus okkar sem er þjálfunarstjóri og eldvarnareftirlitsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu með kennslu í fjarskiptum fyrsta daginn.

Þeir eru búnir að fara bóklega og verklega í eðli elds og reykköfun svo fátt eitt sé nefnt. Drengirnir standa sig verulega vel og gefa fyrstu dögunum og hópnum sem er í náminu hæstu einkunn.

Námið er í nokkrum lotum og mun síðasta lotan vera á vordögum 2019.

Við látum nokkrar myndir af þeim félögum fylgja með.