Víkverjar á æfingu hjá BÁ
Víkverjar á æfingu hjá BÁ

Slökkviliðsmenn frá Vík á æfingu hjá Brunavörnum Árnessýslu

 

Sunnudaginn 31 maí mættu átta slökkviliðsmenn frá vík til þess að æfa heita reykköfun hjá Brunavörnum Árnessýslu en BÁ hefur yfir að ráða sérstökum gámum til slíkra æfinga.

Æfingunni stjórnaði Lárus Kristinn Guðmundsson, aðstoðarvarðstjóri hjá BÁ.

 

Var þessi ferð Víkurmanna liður í því að klára verklega hluta fjarnáms Brunamálaskólans sem allir hlutastarfandi slökkviliðsmenn á Íslandi verða að taka. Dagurinn byrjaði á endurteknum æfingum í gáminn þar sem menn fylgjast með þróun eldsins og hegðun hans. Á ákveðnum tímapunkti hörfa menn síðan út og æfa síðan einn og einn í einu árás á eldinn með fyrirfram ákveðnum aðferðum.

 

Eftir hádegi tóku þeir síðan verklegt próf þar sem prófdómarar Mannvirkjastofnunnar mátu getu þeirra og hæfni í þessum verkþætti sem og öðrum.

 

Það er skemmst frá því að segja að allir stóðust þeir prófið með ágætum. Það er mikill sómi af því fyrir Íbúa Víkur að fá þessa fersku og öflugu viðbót við annars sitt ágæta slökkvilið.