mánudagurinn 23. júní 2008

Slökkviliðsmenn gefa BÁ Tetra talstöðvar

Einar Örn Arnarsson, Þórir Tryggvason og Börkur Brynjarsson, söfnuðu fyrir Tetra-talstöðvum
Einar Örn Arnarsson, Þórir Tryggvason og Börkur Brynjarsson, söfnuðu fyrir Tetra-talstöðvum

Þrír slökkvilismenn úr slökkviliði Brunavarna Árnessýslu tóku sig til og hófu söfnun fyrir slökkviliðið til kaupa á Tetra talstöðvum. Tetra fjarskiptakerfið er í dag að talstöðvarkerfi sem flestir viðbragðsaðilar eru farnir að nota og þykir það öruggasta fjarskiptakerfið á landinu, og jafnvel í heiminum í dag, og sannaði það sig og stóðst það undir væntingum í jarðskjálftunum 29. maí s.l.

Fyrir nokkrum misserum sendu slökkviliðsmennirnir bréf til fyrirtækja þar sem óskað var eftir styrkjum og fjárframlögum til að kaupa þessar talstöðvar. Í fyrstu voru undirtektir dræmar en svo tók söfnunin við sér og náðu þeir að safna fyrir 9 talstöðvum auk hluta af rekstrarkostnaði. Þess ber að geta að kostnaður pr. stöð er milli 60-70 þúsund og því á áætla að slökkviliðsmennirnir hafi náð að safna um 700.000 þúsund krónum.

Það voru m.a. Landsvikrjun, Orkuveitan, Neyðarlínan 1-1-2, sem lögðu söfnuninni lið.

Slökkviliðsmennirnir afhentu svo formlega Brunavörnum Árnessýslu talstöðvarnar í síðustu viku að viðstöddu fjömenni og voru það Kristján Einarsson og Margrét Erlingsdóttir, formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu,  sem veittu talstöðvunum viðtöku.