Brunavarnir Árnessýslu fengu góða heimsókn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu síðastliðin laugardag þegar slökkviliðsmenn úr Rangárvallasýslu komu á æfingu í Árnessýslu. 

Eftir fyrirlestur í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi Héldu menn á æfingarsvæði BÁ til þess að æfa heita reykköfun í árásargámi. Í árásargámi fylgjast menn með þróun brunans til þess að læra betur að þekkja óvininn. Eftir að eldurinn hefur náð afli og stærð, æfa menn slökkvitækni til þess að halda honum í skefjum og að lokum er hann slökktur. 

Eftir að hafa lokið heitu æfingunni lá leiðin til Hveragerðis þar sem æfð var svokölluð köld reykköfun í húsi.  Þar var lögð áhersla á leit og björgun innanhúss við slæmt skyggni. Reykkafararnir voru þá blindaðir og sendir inn eftir ákveðnu kerfi til leitar að fólki. Í æfingum sem þessum reynir á önnur skynfæri en sjón sem er oft á tíðum raunin við störf reykkafara.