Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi komu saman í gærkvöldi í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Eins og í uppsveitunum síðasta þriðjudagskvöld fór slökkviliðsstjóri með “stuttan” fyrirlestur um stöðu slökkviliðsmannsins í samfélaginu auk þess sem farið var yfir menntunar- og þjálfunarmál slökkviliðsmanna BÁ. Það er að segja, hvernig þjálfunarmálin eru uppbyggð, af hverju þau eru svona uppbyggð og hvaða útkomu er vænst með þjálfuninni. 

Að fyrirlestri loknum vor brjóstskildir BÁ festir á þá slökkviliðsmenn sem ekki voru nú þegar komnir með einkennisskjöld BÁ, á brjóstið. 

Mætingin var góð og létt yfir slökkviliðsmönnum. Eins og í uppsveitunum var þetta jákvæð, hátíðleg og skemmtileg kvöldstund með góðu og áhugasömu fólki.