þriðjudagurinn 12. janúar 2010

Slökkviliðsstjóraskipti á Blönuósi.

Jóhann Kr. Jóhannsson, nýr sl.stjóri A-Hún ásamt ungum sl.manni á Selfossi
Jóhann Kr. Jóhannsson, nýr sl.stjóri A-Hún ásamt ungum sl.manni á Selfossi
1 af 2
Nýr slökkviliðsstjóri á Blönduósi.
Einn af liðsmönnum okkar hjá Brunavörnum Árnessýslu, Jóhann Kr. Jóhannsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur Húnavatnssýslu með aðsetur á Blönduósi.
Jóhann mun taka við af Andrési Leifssyni sem hefur starfað um árabil hjá Brunavörnum A-Hún.
Í samtali við Jóhann kom fram að hann hlakkar til að takast á við þetta verkefni. Áformað er að hann hefji störf frá og með næstu mánaðarmótum.
Við óskum Jóhanni til hamingju með starfið og óskum honum velfarnaðar við þau marvíslegu verkefni sem starfið bíður uppá.