Aðal slökkviefnið sem slökkviliðsmenn vinna með þegar þeir slökkva elda er vatn.
Ekkert efni hefur komið fram sem er eins alhliða slökkviefni eins og vatnið.
Til að koma vatni í slökkvistút slökkviliðsmannsins þarf að leiða það með slöngum.
Slöngurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum, hafa þó eitt sameiginlegt að þær eru kostnaðarsamar í innkaupum.
Í einu útkalli, ekki af stærri gerðinni, skemmast slöngur í nokkru mæli.
Þegar þrýstingur, 8-12 bör, er kominn á slöngu og hún dregin eftir ósléttu malarplani er mikil hætta á að hún rifni. Þetta kemur iðulega fyrir og slökkviliðsstjóri fær verk í veskið.
Öll slökkvilið reyna að laga slöngurnar með því að færa tengin fram yfir rifuna.
Á myndinni hér að ofan eru slöngur hjá Brunavörnum Árnessýslu sem bíða viðgerðar.