föstudagurinn 30. janúar 2015

Snorri Baldursson lætur af störfum hjá BÁ

Snorri Baldursson að stjórna útkalli slökkviliðs.
Snorri Baldursson að stjórna útkalli slökkviliðs.

Okkar góði félagi, Hr. Snorri Baldursson, slökkviliðsmaður með STÓRUM STAF, mun láta af störfum hjá Brunavörnum Árnessýslu í dag, föstudaginn 30. janúar.

 Snorri hefur starfað að málefnum slökkviliða í 43 ár og 10 mánuði og er í dag einn af þekktustu slökkviliðsmönnum landsins.       Það er eftirsjá af Snorra, en svona er gnangur lífsins, menn koma og menn fara.


Snorri hóf störf hjá slökkviliði Hveragerðis 27 ára gamall. Hann varð síðar slökkviliðsstjóri þar í bæ.
Við sameiningu slökkviliðs Hveragerðis við Brunavarnir Árnessýslu varð Snorri varaslökkviliðsstjóri eða þangað til hann gerðist sviðsstjóri eldvarnaeftirlits BÁ.
Hann hefur tekið þátt í félagsmálum slökkviliðsmanna allt frá upphafi, stofnandi Landssamband slökkviliðsmanna o.fl.
Snorri hefur komið að gerð fjölda reglna á vegum slökkviliðanna og verið virkur í félagi slökkviliðsstjóra frá stofnun þess félags.
Snorri mun án efa áfram láta að sér kveða í málefnum slökkviliða og eldvarna í landinu.

Með starfslokum Snorra hjá BÁ hverfur gríðarleg þekking á öllum málefnum slökkviliða, skarðið sem hann skilur eftir sig verðum við lengi að fylla.

 Við hér á slökkvistöðinni á Selfossi ætlum að efna til kveðjukaffis hér á slökkvistöðinni í dag  30. 1. milli kl. 15.00 og 17.00.