miðvikudagurinn 24. september 2008

Sólin kom í dag !!!!

Blessuð sólin
Blessuð sólin
Kl. 15.10 að staðartíma á Selfossi lét blessuð sólin svo lítið og kíkti á okkur eftir nær stöðugar rigningar með tilheyrandi skýjum.
Við slökkviliðsmenn óskum okkur öllum til hamingju og vonum að sólin hafi vinninginn næstu daga.

Sólin
er eina sólstjarna sólkerfisins og massamesta geimfyrirbæri þess. Reikistjörnurnar, þ.á m. jörðin, ganga á sporbaugum kringum sólina, ásamt smástirnum, loftsteinum, halastjörnum og geimryki. Varmi og ljós, sem frá henni stafar viðheldur lífi á jörðu.

Sólin er rafgaskúla sem hefur massa í kringum 2×1030 kg, og er því nokkuð stærri en meðalstjarna. Um 74% af massa hennar er vetni, 25% helín og afgangurinn skiptist á milli örlítils magns af þyngri frumefnum. Sólin er talin vera um 4,5 milljarða ára gömul, og er um það bil komin hálfa leið í gegnum meginraðarferli sitt, þar sem kjarnasamruni í kjarna hennar bræðir saman vetni og myndar helín. Eftir um 5,5 milljarða ára mun sólin breytast í hringþoku.

Þó svo að sólin sé sú stjarna sem er næst jörðum, og hafi verið mikið rannsökuð af vísindamönnum, er enn ósvarað mörgum spurningum um sólina. Til dæmis: Hvers vegna hefur ytra loftslag hennar hitastig yfir 106 K á meðan sýnilegt yfirborð hennar (ljóshvolfið) hefur einungis hitastig upp á 6.000 K ?

Hættulegt getur verið að horfa beint í sólina því að við það getur sjónhimnan skemmst og það leitt til blindu.
Heimild: Wikipediu