fimmtudagurinn 11. nóvember 2010

Stjórnendanámskeið Selfossi

Þátttakendur námskeiðsins
Þátttakendur námskeiðsins
1 af 4
Um síðustu helgi var haldið öflugt námskeið stjórnenda slökkviliða hér á Selfossi.
Námskeiðið var haldið í aðstöðu Fræðslunetsins í Iðu, íþróttahúsi FSU.

18 einstaklingar, frá Brunavörnum Árnessýslu,slökkviliðinu Flúðum, slökkviliðinu Grindavík og slökkviliðinu í Hveragerði sóttu námskeiðið.
Brunamálastofnun stóð fyrir námskeiðinu ásamt Brunavörnum Árnessýslu.
Þrír dagar fóru í námskeiðið, kenndar voru m.a. gerð slökkviáætlana, fjarskipti,reykköfun, útkallsskýrslur, meðferð á klippum, vettvangsstjórnun, vatnsöflun og ekki hvað síst áhrif stjórnanda á hópinn. Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið.
Myndir: Pétur Valdimarsson BR