Á dögunum fagnaði Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri 60 ára afmæli sínu. Af því tilefni heldu liðsmenn BÁ í samvinnu við stjórn, veislu honum til heiðurs á kaffihúsinu Kaffi Líf á Selfossi. Mættir voru liðsmenn frá öllum stöðvum, þ.e. Selfossi, Laugarvatni, Árnesi og Reykholti. auk stjórnarmanna og fulltrúaráðs. Var honum fært að gjöf málverk eftir listamanninn Elfar frá Stokkseyri. Margrét K. Erlingsdóttir, formaður stjórnar BÁ og Börkur Brynjarsson, varðstjóri héldu stuttar ræður og að því loknu gæddu menn sér að kökum og kaffi að hætti hússins.