Síðastliðin laugardag héldu meðlimir Björgunarfélags Árborgar straumvatnsæfingu fyrir slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu.
Æfingin byrjaði á bóklegri yfirferð í kennslusal slökkviliðsins í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi en síðan var haldið í hinar ýmsu æfingar í Ölfusá.
Faglega var staðið að námskeiðinu í alla staði og eiga Björgunarfélagsmenn miklar þakkir skilið fyrir þetta frábæra framtak þeirra.
Víða eru straumvötn í sýslunni okkar og því mikilvægt að björgunaraðilar hafi skilning á því sem þarf að framkvæma þegar að vá ber að höndum við þessar aðstæður.
Um 20 slökkviliðsmenn tóku þátt í æfingunni frá ýmsum af hinum átta slökkviliðsstöðvum sem Brunavarnir Árnessýslu reka.