mánudagurinn 2. júní 2008

Suðurlandsskjálfti

Ingólfsfjall hvarf í ryki í skjálftanum
Ingólfsfjall hvarf í ryki í skjálftanum
1 af 4

Smelltu á þennan tengil til að fá upplýsingar um viðbrögð við jarðskjálfta

Mjög harður jarðskjálfti varð klukkan 15.45 s.l. fimmtudag. Skjálftinn átti upptök sín á Suðurlandi, suðvestur í Ingólfsfjalli í nágrenni Selfoss og mældist 6,3 á Richterskvarða. Það er svipaður styrkleiki og á Suðurlandsskjálftunum árið 2000 sem mönnum eru enn í fersku minni. Skjálftinn var geysiharður á Selfossi og í Hveragerði þar sem munir hrundu úr hillum og húsgögn færðust úr stað. Almannavarnir hafa tilkynnt um hæsta viðbúnaðarstig í nágrenni við skjálftann og björgunarsveitir hafa verið sendar á svæðið þar sem búist er við eftirskjálfta.  Fólk er vinsamlegast beðið að nota síma sem allra minnst nema nauðsyn krefji, þar sem mikið álag er á símakerfið. Auk þess er fólk á Selfossi og í Hveragerði beðið um að halda sig utandyra þar sem þess er kostur. Gríðarleg rigulreið skapaðist á Suðurlandi og meðan skjálftinn reið yfir horfði fólk uppá Ingólfsfjall hverfa í ryki þegar ósköðin dundu yfir.

 

Símalínur, vegir og hitaveiturör fóru í sundur  á nokkrum stöðum á Suðurlandi og er þar hæsta viðbúnaðarstig eins og áður segir enda eiga sérfræðingar von á öðrum eftirskjálfta.

 

Skjálftinn fannst mjög greinilega á Akranesi, þar sem munir í hillum fóru á hreyfingu og myndir skekktust á veggjum. Þeir sem staddir voru utandyra á Akranesi sáu jörðina ganga í bylgjum og kyrrstæða bíla hristast til og frá. Skjálftans varð vart allt til Ísafjarðar.
-----

Það er með ólíkindum hvað almannavarnaskipulagið virkaði vel eftir að það var virkjað hjá viðbragðsaðilum hér á Suðurlandi. Auk þess sem sú aðstoð sem kom frá höfuðborgarsvæðinu var fljót að berast. Fólk fann fyrir öryggi þegar það sá viðbragðsaðila vinna og fannst vinnubrögð þeirra fumlaus og örugg.