sunnudagurinn 10. ágúst 2008

Sumarbústaður gjörónýtur eftir bruna

Slökkvilið BÁ á æfingu / Úr myndasafni
Slökkvilið BÁ á æfingu / Úr myndasafni
1 af 2

Frétt sótt á mbl.is


Slökkvistarfi er lokið í Haukadal þar sem slökkviliðsmenn börðust við elda sem loguðu í sumarbústað skammt frá Geysi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er húsið gjörónýtt. Það var hins vegar mannlaust og ekkert fólk var í hættu segir lögregla.

Slökkvistarfi lauk upp úr tíu, en þá höfðu slökkviliðsmenn barist við eldinn um þrjár klukkustundir. Ekki leikur grunur á íkveikju, en málið er í rannsókn.