fimmtudagurinn 25. nóvember 2010

Sumarhús brennur án þess að eftir því var tekið.

Kl. 7.46 í morgun, fimmtudag 25.11. komu boð frá Neyðarlínunni þess efnis að slökkvi þyrfti í glæðum eftir bruna sem hafði orðið í sumarhúsi sem staðsett er ofan við Tungufljótsbrúnna í Bláskógabyggð.
Um er að ræða gamlan bústað í landi sem nefnt er eftir hólma í Tungufljóti sem nefnist Koðrahólmi.
Þetta land er í landi Hjarðarlands. Svo virðist sem þessi bústaður hafi brunnið niður yfir nóttina.
Engin var í húsinu en eigendur höfðu verið þar nokkrum dögum áður og m.a. komið með ýmislegt dót til geymslu í húsinu.
Slökkviliðið Brunavarna Árnessýslu í Reykholti, sex menn á slökkvibíl fóru á staðinn og slökktu glæður.
Starfi lauk kl. 12.30.

 

Þessi eldur minnir á eld sem varð í íbúðarhúsinu að Skálabrekku í Þingvallasveit árið 2000 en þá brann bærinn án þess að nokkur yrði þess var.
Þá kom frétt um málið í DV;


Pósturinn kom að
brunarústunum

Póstinum í Þingvallasveit brá heldur
betur í brún í gær þegar hann kom
að bænum Skálabrekku þar í sveit.
Bærinn var reyndar ekki uppistandandi,
heldur brunninn til kaldra kola
og ekkert eftir nema aska.
Ljóst þykir að bærinn hefur brunnið
í fyrrinótt en maður sem þar býr
var þá að heiman. Ekkert sást frá
næsta bæ sem er i um tveggja kílómetra
fjarlægð og því uppgötvaðist
eldsvoðinn ekki fyrr en pósturinn
mætti með póstinn í gærdag. Eldsupptök
eru ókunn og málið í rannsókn. -gk