Síðastliðin laugardag stóðu Brunavarnir Árnessýslu í tengslum við námsstefnu Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (Á vakt fyrir Ísland), fyrir sýningu á viðbrögðum Norskra viðbragðsaðila við yfirstandandi fjöldadrápum. Norskur fyrirlesari, Tor Audun Kleppe, flutti á föstudeginum erindi um það verklag sem innleitt hefur verið í Noregi þegar atburðir sem þessir eiga sér stað en þá eru slökkviliðsmenn þjálfaðir til þess að tefja fyrir eða stöðva geranda eða gerendur slíkra voðaverka þegar langt er í sértæka hjálp lögreglu eða sérsveitar. 

Á laugardeginum stýrði Tor Audun svo sýningu fyrir námsstefnugesti á þessu verklagi í Sunnulækjaskóla á Selfossi. Til þess að sýningin mætti vera sem raunverulegust lánuðu Lögreglustjóraembættið á Suðurlandi, Sérsveit Ríkislögreglustjóra og Sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, Brunavörnum Árnessýslu starfsfólk sem leikara til þess að fara með hlutverk viðbragðsaðila auk þess sem slökkviliðsmenn BÁ tóku að sér hlutverk slökkviliðsmanna. Þolendurna léku leikarar frá Fjölbrautaskóla Suðurland og gerendur léku slökkviliðsmaður og lögreglukona. 

Hér var um að ræða gjörning til þess að varpa ljósi á hvernig viðbragðsaðilar í Noregi hyggjast grípa inn í atburðarás af þessu tagi þegar það á við. Í framhaldi er síðan eðlilega þeirri spurningu velt upp hvort Íslenskir viðbragðsaðilar þurfi að huga að einhverju viðlíka skipulagi eða hvort við teljum að slíkt eigi ekki við um Ísland. Umræða er alltaf af hinu góða.