fimmtudagurinn 18. apríl 2013

Sýruleki í Fontana

Hættulegar gufur myndast þegar sýra flýtur óheft um, einn andadráttur getur skaðað fyrir lífstíð.
Hættulegar gufur myndast þegar sýra flýtur óheft um, einn andadráttur getur skaðað fyrir lífstíð.
'i kvöld, 18.4. kl. 19.25 kom tilkynning frá Laugarvatni þess efnis að u.þ,b, 60 lítrar  af saltsýru hefðu lekið úr tank sem staðsettur er í byrgðageymslu gufubaðsins á Laugarvatni, Fontana.
Allt liðið á Laugarvatni var kallað út til að fást við verkefnið.  Einnig kom bíll frá stöðinni á Selfossi með viðbótar kalk og fl.
Kalkið var notað til að núllstylla áhrif sýrunnar þannig að mögulegt var að moka gumsinu í kar sem losað verður á gámastöð.
Allir sem komu að verkefninu voru með öndunarbúnað til að varast uppgufun sýrunnar.
Þetta er í annað sinn sem leki verður í gufubaðinu. Orsök þess verða skoðuð frekar og unnið að úrbótum í kjölfarið.
Starfi lauk um kl  23.00