mánudagurinn 23. febrúar 2015

TAPAÐ (vonandi finnst)

Týnda dælan
Týnda dælan

Dæla eins og þessi sem er hér á myndinni til hliðar tapaðist hjá okkur af slökkvistöðinni enn daginn fyrir þó nokkrum tíma síðan.

Málsatvik voru þau að til slökkviliðsstjóra hringdi maður sem var í vandræðum. (þetta var um helgi)

Vatn var að leka inn í hús hans og hann vantaði dælu.

Honum var tjáð að fara á slökkvistöðina og freista þess að einhver væri þar sem gæti látið hann hafa dælu til láns.

Þetta gerði hann og allt gekk upp. Dælan hefur ekki sést síðan, slökkviliðsstjóra láðist að taka niður nafn og númer mannsins.

Manni, ef þú lest þetta, vinsamlegast settu dæluna við dyrnar  á slökkvistöðinni, og málið dautt !