fimmtudagurinn 11. desember 2008

TETRA-æfing/væðing

Hópvinna í algleymingi
Hópvinna í algleymingi
1 af 5
 

TETRA-æfing

Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu æfðu í gærkvöldi meðferð á talstöðvum og yfirfóru samskiptaleiðir sínar.

Mönnum var skipt upp í hópa og reyndu þeir síðan tækin sín á milli.

Einnig var ekið um nánasta umhverfi á slökkvibílunum og tækin sannreynd í þeim.

Stjórnandi æfingarinnar var Guðmundur B.Böðvarsson, varðstjóri BÁ í Bláskógabyggð og sjúkraflutningsmaður, Guðmundur hefur mikla reynslu af notkun Tetra-stöðva, bæði hjá sjúkraflutningsliðinu og lögreglunni en þar hefur hann starfað sem afleysingamaður.

 

Hjá BÁ hefur öflugt átak verið í gangi varðandi fjarskiptamál.

Það hefur viljað bregða við hjá viðbragðsaðilum landsins að fjarskipti hafa brugðist  þegar áföll dynja yfir og ýmsar sveitir manna þurfa að starfa saman.

Stjórn BÁ tók það ráð á líðandi ári að stórbæta þennan málaflokk lisins.

Allar VHF talstöðvar liðsins voru endurnýjaðar, en samansafn ýmissa tegunda voru í notkun. VHF-kerfið er það kerfi sem slökkviliðið notar nánast við öll samskipti innbyrgðis. U.þ.b 30 talstöðvum var skipt út.

Slökkviliðið hefur einnig tekið upp TETRA-talstöðvakerfið, en þar eru stöðvar á ferðinni sem ætlað er til samskipta á lengri leiðum og ekki sýst á milli slökkviliðsins og Neyðarlínunnar.  Einnig er það kefi notað til að tengja saman viðbragðshópa annara liða, slökkviliðs, björgunarsveita, lögreglu, almannavarna og sjúkraflutnings, svo eitthvað sé nefnt.

Það voru slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu sem söfnuðu fé frá ýmsum góðviljuðum forráðamönnum fyrirtækja til kaupa á nokkrum Tetra talstöðvum.

Þeir gáfu síðan BÁ stöðvarnar, en fyrir voru til tvær stöðvar. Þetta öfluga átak slökkviliðsmanna lagði grunn að þeirri Tetravæðingu sem fór í gang á árinu hjá BÁ.

Fleiri stöðvar hafa verið keyptar þannig að nú telst liðið Tetra-vætt að fullu með 12 stöðvum. Kostnaður vegna þessara breytinga fer yfir eina milljón króna.

Reksturskostnaður af VHF talstöð er u.þ.b. 1.500 kr. á ári sem er geitt til Fjarskiptastofnunar. Rekstur Tetra er heldur meiri eða rúmlega 1.500 kr. á mánuði fyrir hverja stöð. Grett er fyrir Tetra til Neyðarlínunnar.

Við þetta bætist síðanviðhaldskostnaður sem ætti að vera í lágmarki fyrstu árin eftir þetta átak.