Tæknideild lögreglunnar og rannsóknarlögreglumenn víða af landinu komu á verklega æfingu á gámasvæði Brunavarna Árnessýslu eftir hádegi í gær. Um morguninn höfðu þeir verið á bóklegum æfingum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en komu svo austur í verklegar æfingar á gámasvæði BÁ. Eldur var kveikur í æfingargám til þess að fylgjast með þróun brunans og fylgjast með eðli hans í ýmiskonar munum svo sem ferðatölvum, fatnaði, jólaskrauti og svo framvegis.

Raunæfingar æfingar með eld í stýrðu umhverfi eru mjög svo áhugaverðar og opna augu þeirra sem þátt taka svo sannarlega fyrir því hversu öflugur og hættulegur óvinur eldurinn getur verið.