Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Reykholti komu saman síðastliðið þriðjudagskvöld til þess að fara yfir búnað stöðvarinnar. Í þessum yfirferðum er allur búnaður dælubílsins yfirfarinn og talinn eftir lista til þess að tryggja að allt sé til staðar á bílnum þegar á þarf að halda. Þetta er einnig gert eftir hvert útkall en alltaf er hætta á að eitthvað tapist í útköllunum.

Á myndinni má sjá þá félaga Þórarinn, Andrés og Ingvar djúpt sokkna í búnaðar pælingar.