Pétur Pétursson þriðjudagurinn 27. nóvember 2018

Þeir kláruðu með sóma

Jæja, síðasta fréttin okkar í bili um slökkviliðsmennina okkar sem eru í stóra slökkviliðsnáminu. Síðastliðin föstudag 23.11.2018 komu prófdómarar frá Mannvirkjastofnun, þeir Pétur Valdimarsson og Guðmundur Halldórsson, til þess að halda verklegt próf fyrir strákana okkar. 

Það er skemmst frá því að segja að þeir kláruðu prófið með sóma og stóðust allir eins og við var búist. 

Þar með lýkur þessari lotu hjá þeim í náminu og er þá einungis ein fjögurra vikna lota eftir sem haldin verður í vor.