laugardagurinn 13. desember 2008

Þessa frétt tókum við af Vísi .is

Vísir, 13. des. 2008 10:04

Sex fórust í eldsvoða í Osló

mynd

Að minnsta kosti sex manns fórust í eldsvoða í fjögurra hæða íbúðarhúsi í Osló í nótt. Húsið var byggt árið 1902 og á því var aðeins einn inngangur. Það var einmitt þar sem eldurinn kom upp og íbúarnir voru því bjargarlausir.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang sátu margir þeirra á gluggakistum en aðrir höfðu forðað sér upp á þakið. Slökkviliðið veit ekki hversu margir bjuggu í húsinu en þrjátíu og þrem var bjargað niður um stiga þess. Tólf voru fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar og brunasára.