Pétur Pétursson fimmtudagurinn 15. febrúar 2018

Þingmenn í heimsókn 15.2.2018

Þingmennirnir Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson heimsóttu Björgunarmiðstöðina á Selfossi í dag til þess að kynna sér starfsemi björgunaraðila á svæðinu. Fengu þeir stutta kynningu allra aðila um starfsemi þeirra og síðast en ekki síst um samstarf þessara aðila sem er eins og best verður á kosið. 

Einstaklega ánægjulegt þegar þingmenn eru tilbúnir til þess að kynna sér þennan mikilvæga málaflokk sem svo mikið veltur á þegar á reynir.