mánudagurinn 10. janúar 2011

Þrettándinn annasamur- Eldur í spennistöð

Kl. 04.25 (9. Jan.) kom tilkynning frá Neyðarlínu um F2 útkall (Forgangur 2) að kviknað væri í spennistöð við Ljósafoss. Tilkynnt var að RARIK menn væru komnir á staðinn og væru að aftengja rafmagn.
Þrettán menn frá slökkvistöð fóru á staðinn og slökktu eldinn sem var í strengjum og húsi.
Myndir: Þórir Tryggvason, varðstjóri.