Þrír slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu tóku þátt í flugslysaæfingu ISAVIA með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og fleiri góðum aðilum laugardaginn 1 október síðastliðin. 

Sett var á svið flugslys og voru ýmis meðul notið til þess að gera æfinguna sem raunverulegasta. Dagurinn hjá okkar mönnum hófst á fundi með SHS mönnum þar sem farið var yfir uppbyggingu æfingarinnar og hvert hlutverk hverrar einingar yrði á henni. Það féll í hlut BÁ manna að bjarga fólki úr flugvélaflaki (úr topplúgu á rútu) sem gekk með ágætum eins og æfingin öll. 

Að lokum var rýnt í æfinguna eins og venja er og dregin af henni lærdómur.