mánudagurinn 27. apríl 2015

Þrír sinubrunar um helgina.

Ljósmynd; Þórir Tryggvason
Ljósmynd; Þórir Tryggvason
1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu  þurftu að fara þrisvar sinnum um liðna helgi  í það verkefni að slökkva sinuelda. Staðirnir eru Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Selfoss.  Snöggt viðbragð slökkviliðsmanna  bjargaði því að ekki varð um stórbruna  að ræða en næg sina er nú til staðar sem getur valdið miklum eldi ef ekkert er við ráðið.

Við biðjum alla að fara varlega með eld, utandyra sem og innan dyra.

Vorið er viðkvæmur tími, sinueldur veldur miklum skaða, nefnum nokkur atriði:

  • Gróður verður fyrir varanlegum skemmdum, sérstaklega tré og runnar.
  • Fuglar himinsins eru í hreiðurgerð
  • Mengun verður mikil
  • Slökkviliðsmenn leggja sig í hættu við að slökkva eldana
  • Eitt útkall slökkviliðs kostar nokkur hundruð þúsund krónur
  • Allir tapa.

 

Förum varlega með eldinn !!!!

Myndir eru frá sinueldum á Selfossi og Eyrarbakka nú um helgina.